Breytt Aðalskipulag Vestmannaeyja og nýir reitir fyrir hafnarsvæði voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Hafnarstjóri fór yfir hvar málið er statt í skipulagsferlinu og yfir þær umsagnir sem bárust. Einnig greindi hann frá íbúafundi sem haldinn var um málið þann 15. febrúar.

Í niðurstöðu ráðsisn um málið segir eftri franadi: “Eftir gott samtal við bæjarbúa sem og athugasemdir við fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar telur framkvæmda- og hafnarráð ekki ráðlagt að fara í lengingu á Kleifabryggju (staurabryggja þvert fyrir Löngu). Óskar ráðið eftir því við umhverfis- og skipulagsráð að tekið verði tillit til þess í framhaldinu á skipulagsvinnunni. Ráðið óskar eftir því að núverandi aðalskipulag í Löngu haldist óbreytt að undanskilinni styttingu Hörgaeyrargarðs.

Einnig komu inn ábendingar frá bæjarbúum varðandi stækkun á H2 svæði Vestmannaeyjahafnar í austur (Brimneskant á móts við Ystaklett). Til upplýsinga hafa verið unnar hráar myndir sem sýna hvernig bryggjukantar í Skansfjöru og Gjábakkafjöru gætu litið út. Myndir sýna annars vegar 100 metra kant við Skansfjöru skv. núverandi aðalskipulagi og svo 250 metra Brimneskant skv. breytingu á aðalskipulagi. Myndirnar sýna hvar skip gætu legið í innsiglingunni.

Einnig vill ráðið árétta að stórskipakantur utan við Eiðið er hugmynd sem ekki hefur verið hætt við en með fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingum er verið að opna fyrir aðra möguleika. Ljóst er að Vestmannaeyjahöfn er sprungin bæði þegar horft er til legupláss og upplands og er verið að leita allra leiða til að bregðast við kröfum og vaxandi þörf.”

Innsigling – Núverandi ásýnd.pdfAðalskipulag 2015-2035 – Hugmynd að mögulegum stórskipakanti.pdfAðalskipulagsbreyting – Hugmynd A að mögulegum stórskipakanti.pdfAðalskipulagsbreyting – Hugmynd B að mögulegum stórskipakanti.pdf