Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær og var aðeins eitt mál á dagskrá en það var “Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2024”.

Framkvæmdastjóri lagði fram gjaldskrá með breyttri framsetningu skv. umræðu á síðasta fundi.

Ráðið samþykkti í niðurstöðu sinni um málið fyrirliggjandi gjaldskrá enda er hún í samræmi við kröfur ríkisins sbr. lög nr. 103/2021 um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).
Málinu er vísað til bæjarstjórnar.

Samkvæmt lögum ber sveitarfélögum að innheimta gjald fyrir meðhöndlun úrgangs sem næst raunkostnaði við viðkomandi þjónustu svo sem með því að miða við magn eða tegund úrgangs. Slíkt kerfi hefur verið kallað “Borgað þegar hent er” og byggist á mengunarbótareglunni.

Í slíku kerfi verður til fjárhagslegur hvati til að draga úr myndun úrgangs og til að skila úrgangi flokkuðum til endurvinnslu, fremur en að skila honum með blönduðum úrgangi.
Sá sem dregur úr úrgangsmagni eða flokkar vel greiðir þannig minna fyrir meðhöndlun hans en sá sem gerir það ekki.

Ráðið leggur til að skrefagjald og aðgengi að sorpílátum verði skoðað og endurmetið samhliða nýjum rekstrarsamningi.

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum 2024_febrúar.pdf