Nýja varmaorkustöðin í Eyjum ber vott um framsýni og skynsemi sem er viðbrugðið. Hún er líka frábært dæmi um sjálfbæra nýtingu vannýttrar varmaauðlindar, sjálfan Golfstrauminn, þar sem unnt er að sameina í stöðinni endurnýjanlega raforku og sjávarvarma, ásamt heitu bakrásarvatni frá kyndistöðinni, til að framleiða heitt vatn. Notkun kalda fráfallsvatnsins frá stöðinni krýnir svo nýtinguna. Óþarft er að fjölyrða um framtakið, heldur óska Eyjabúum og bæjarstjórninni til hamingju með fyrirmyndarverkefni sem er nú lokið í þágu svo margra sem raun ber vitni. Um leið ber að þakka vinnu og þekkingu allra sem þarna komu að verki.

Ari Trausti Guðmundsson
þingmaður VG