Hlýjar kveðjur frá forsetasetrinu á Bessastöðum bárust á dögunum til Vinnslustöðvarinnar og áhafnar Breka VE sérstaklega. Tilefnið er opinber heimsókn íslensku og þýsku forsetahjónanna til Vestmannaeyja í júnímánuði síðastliðnum. Þá fóru gestirnir meðal annars um borð í Breka, dvöldu drjúga stund í brúnni, kynntu sér skipið, hönnun þess og búnað. Fóru margs vísari frá borði.

Forseti Íslands sendi framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar bréf og þakkaði gestgjöfunum fyrir síðast!

Íbúafundur