Karlakór Vestmannaeyja byrjar hauststarfið með látum og bíður öllum karlmönnum í Vestmannaeyjum til kjötsúpuveislu í Akóges.
Þar munum við kynna hvað kórinn hefur verið að gera frá stofnun og starfið framundan.

Boðið verður upp á kjötsúpu a la Jónas Logi, með köldum á kantinum a la TBB og að sjálfsögðu verður sungið.

“Ef þú ert karlmenni og hefur gaman af því að syngja þá er þetta tækifærið sem þú hefur beðið eftir. Kíktu í Akóges og “súptu” og syngdu með okkur,” segir á viðburðinum á facebook

Haraldur Bergvinsson formaður kórsins segir meðal annars í stöðuuppfærslu á facebook síðu sinni.

“Einnig vill ég hveta allar konur sem vilja eignast ánægðari eiginmenn að senda á þetta kvöld og hvetja þá til að koma í Karlakórinn.”