Á laugardaginn sl. 21 september var haldið 49.Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar og var þingið haldið í Hafnarfirði þar bar til tíðinda að okkar maður
Tómas Sveinsson var staðfestur í embætti Umdæmisstjóra hreyfingarinnar fyrir starfsárið 2019 – 2020. Tómas er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1956 hefur verið Kiwanismaður frá árinu 1991 og gegnt mörgum embættum fyri Kiwanis bæði klúbbinn Helgafell
og Umdæmið Ísland – Færeyjar, setið í Umdæmisstjórn sem nefndarformaður frá 2005 og setið í framkvæmdaráði hreyfingarinar frá árinu 2012 fyrst sem erlendur ritari, síðan Svæðisstjóri Sögusvæðis 2015 -2016 og þar á eftir sem kjör umdæmisstjóri.

Þessu starfi hefur einn klúbbfélagi gegnt áður en það var Georg heitinn Þór Krisjánsson sem gegndi embættinu 1998-1999. Einnig bar það til tíðinda á þessu Umdæmisþingi að Ólafur Friðriksson félagi okkar í Helgafelli var staðfestur sem Svæðisstjóri Sögusvæðis starfsárið 2019 -2020 og verður því í Umdæmisstjórn Kiwanis með Tómasi.