Í dag afhentu félagasamtök í Vestmannaeyjum Heilbrigðisstofnun Suðurlands bilirubin-mæli að gjöf en það voru ljósmæður á HSU sem tóku formlega á móti gjöfinni. Mælirinn nýtist til mælingar á gulu í ungabörnum og eykur þar með öryggi og þjónustu við nýbura í Vestmannaeyjum og fjölskyldur þeirra. Það eru Kiwanis, Oddfellow og Líkn sem standa að þessari rausnarlegu gjöf.