Samningur vegna rekstur Byggðasafn Vestmannaeymja var til umræðu á fundi bæjarráðs í hádeginu en tímabundinn samningur við Þekkingarsetur Vestmannaeyja um rekstur Sagnheima (Byggðasafns Vestmannaeyja), lýkur um næsta áramót. Vestmannaeyjabær hefur átt í viðræðum við forstöðumann Sagnheima, forstöðumann Safnahúss og framkvæmdastjóra Þekkingarseturs Vestmannaeyja um framtíðarskipan Byggðasafnsins. Áhugi er fyrir því að Vestmannaeyjabær taki aftur til sín rekstur safnsins í byrjun næsta árs. Með því er hægt að einfalda rekstur safnsins og auka samvinnu Safnahússins og Byggðasafnsins, t.d. með mönnun í afleysingum og láni á starfsfólki milli safna. Hlutverk og verkefni Safnahúss og Byggðasafns eru nokkuð lík og eðlilegt að rekstur slíkra safna sé á hendi sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir í niðurstöðu sinni breytt rekstrarfyrirkomulag Sagnheima frá og með 1. janúar 2020 og þakkar starfsfólki Þekkingarseturs Vestmannaeyja fyrir gott samstarf um rekstur safnsins á liðnum árum.