Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var auglýst laus til umsóknar í lok síðasta árs eftir að hér hafði ekki verið starfandi sýslumaður frá því snemma árs. Samkvæmt upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu bárust fimm umsóknir um stöðuna, lista yfir umsækjendur má sjá hér að neðan.

Sæunn Magnúsdóttir – staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum

Aníta Óðinsdóttir – Lögmaður

Arndís Soffía Sigurðardóttir – staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi

Guðbjörg Anna Bergsdóttir – Lögmaður

Ragnheiður Jónsdóttir – Lögmaður