Snjónum hefur kyngt niður í Vestmannaeyjum í allan dag, víða í bænum hefur færð spillst en snjómokstur er í fullum gangi. “Við erum að tjalda öllu til, við erum með öll okkar tæki úti og svo eru allir verktakar á fullu,” sagði Jóhann Jónsson forstöðumaður í áhaldahúsinu. Jóhann sagði moksturinn hafa gegnið hægt þar sem snjórinn sé mjög þungur og sífellt fenni meira á göturnar.

Óskar Pétur var á rúntinum með myndavélina og tók þessar myndir í dag.