Tekin hefur verið ákvörðun að fella niður ferð Herjólfs seinnipartinn í dag sem og fyrri ferð á laugardag vegna hvassviðris og ölduhæðar. Farþegar sem áttu bókað í umræddar ferðir eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs, þ.e. Föstudag frá Vestmannaeyjum kl 16:00 og frá Þorlákshöfn kl 19:45 og Laugardag frá Vestmannaeyjum kl 07:00 og frá Þorlákshöfn kl 10:45.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar segir enn fremur. “Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning. Útlit fyrir siglingar seinnipart laugardags eru ekki góðar en tilkynning verður gefin út fyrir kl 14 á laugardag.”