Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum bauð um liðna helgi starfsfólki sem hafði látið af störfum vegna aldurs hjá fyrirtækinu til Þorrablóts. Þetta er í þriðja skiptið sem fyrrverandi starfsmenn hittast með þessum hætti og blóta saman Þorra. Mætingin var góð að sögn Þórs Vilhjálmssonar sem koma að skipulagningu blótsins. „Það var mjög góð mætin liðlega 50 manns. Það var góður andi í salnum og virkilega gaman að hitta allt þetta fólk,“ sagði Þór í samtali við Eyjafréttir.

Dagskráin var fjölbreytt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar kynnti saltfiskverkun sem VSV festi nýlega kaup á í Portúgal. Hermann Kr. Jónsson sagði skemmtilegar sögur, meðal annars frá árunum hjá bæjarfógeta og Þór sjálfur rakti æsku árin á Vestmannabrautinni.

Þór sagði að fólk hafa verið mjög ánægt með þennan höfðingsskap fyrrverandi vinnuveitandans og vildi koma þakklæti á framfæri fyrir hópinn.