Erlingur Richardsson þjálfari meistaraflokks karla skrifaði nýverið undir nýjan samning við hollenska handknattleikssambandið, en nýr samningur er þess efnis að hann mun stýra hollenska landsliðinu til ársins 2022.

Erlingur hefur starfað sem landsliðsþjálfari Hollands frá október 2017 og er að vonum ánægður með áframhaldandi vegferð með liðinu. Undir stjórn Erlings hefur hollenska liðið tekið miklum framförum en þeir kepptu meðal annars á Evrópumótinu í janúar 2020.

Næsta verkefni hjá Hollenska liðinu er forkeppni fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi 2021.