Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið skipuð sem lögreglustjóri á Austurlandi til bráðabirgða.

Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri, lætur um mánaðarmótin af störfum. Sex einstaklingar sóttu um starfið sem dómsmálaráðherra skipar í.

Skipanin hefur tafist en samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er vonast til að frá henni verði gengið fyrr en síðar.

Þar til nýr lögreglustjóri tekur við mun Páley gegna starfi lögreglustjórans á Austurlandi, samhliða starfi sínu í Vestmannaeyjum.

Austurglugginn greindi frá