Í dag, miðvikudaginn 31. janúar, er í gildi gul viðvörun hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt viðvörun mun vera all hvasst veður með snjókomu og skafrenningi sem spáð er að byrji um klukkan 12:00 og standi til klukkan 17:30.
Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur íbúa til að ganga frá öllu lauslegu og fara varlega í umferðinni, sérstaklega ef skygni verður slæmt.