Í samvinnu við Ríkiskaup hefur verið ákveðið að leita hagkvæmustu tilboða í óháðaúttekt á Landeyjahöfn með örútboði, en það er formlegt ferli þar sem hagstæðasta tilboð er valið út frá valforsendum kaupanda. Stendur örútboðið til og með fimmtudagsins 17. mars. Að þeim tíma liðnum hefst matsferlið, þetta kom fram í samtali Þórmundar Jónatanssonar upplýsingafulltrúa hjá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu við Eyjafréttir.

Leitast verður við að óháðri úttekt á Landeyjahöfn ljúki fyrir ágústlok eins og þingsályktun Alþingis kvað á um.