Dýpi í Landeyjahöfn kemur til með að vera mælt í hádeginu í dag og gert er ráð fyrir að fá niðurstöður mælinga fljótlega eftir hádegi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér í morgunn. Þar kemur einnig fram að Álfsnes er nú á leið til Landeyjahafnar og er útlit til dýpkunar gott næstu daga. Ef dýpi er nægt og ef dýpkun gengur vel er vonast til að hægt verði að sigla til/frá Landeyjahöfn skv. sjávarföllum. Nánari upplýsingar verða gefnar út síðar í dag.