“Íslenskur menningararfur er innblástur hönnunar þjónustumiðstöðvanna. Stöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn og bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir bíla og raftæki, sjálfsalaverslanir með fjölbreyttu vöruúrvali, sjálfhreinsandi salerni, gagnvirk upplýsingaborð, upplýsinga- og auglýsingaskjái, markað með handverki úr héraði, leiksvæði, sjónauka og fleira,” segir á forsíðu nýrrar heimasíðu Laufeyjar.

Sveinn Waage, markaðstjóri Svarsins og umsjónamaður verkefnisins sagðist bjartsýnn á að fjármögnun kláraðist fljótlega og Laufey opnaði í haust. „Bjarni Ben sagði í gær að ríflega milljarði verði veitt í næsta markaðverkefni fyrir Ísland. Við Eyjamenn verðum að undirbúa okkur undir það og vera tilbúin að ná í bita að stækkandi köku. Laufey gegnir þar lykilhlutverki,“ sagði Sveinn að lokum.