Allt sprittað á klukkustunda fresti og lyft í hönskum

Í gær bárust fréttir af því af höfuðborgarsvæðinu að sundlaugarstarfsmenn þyrftu stöðugt að vera að rífast við fólk sem neitaði að hlýða reglum um hversu margir mættu vera í heitu pottunum og annarsstaðar á sundlaugasvæðinu.

Við heyrðum í Grétari Eyþórssyni forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum og spurðum hvernig hefði gengið þessa fyrstu daga við breyttar aðstæður. „Það hefur gengið mjög vel, en við erum bara að fara yfir þetta dag frá degi. Allir að fara vel eftir þessu settum reglum og virkilega gaman að sjá meistaraflokk ÍBV i hönskum að lyfta með rúma 2 metra á milli sín og að spritta öll lóð og stangir.“

Grétar segir að vel hafi gengið að uppfylla þær kröfur sem settar hafi verið um hreinlæti. „Hér eru skýrar vinnureglur og allir húnar og í raun allt sem mögulega er snert er sprittað á klukkustunda fresti af starfsmönnum.“

Ökuland

Grétar segir að sundlaugargestum hafi fækkað töluvert en þeir sem mæti séu til fyrirmyndar. „allir tekið þessu mjög vel enda allir vel meðvitaðir um ástandið.“

Nordika –
Epoxy gólf – SS Gólf ehf

Mest lesið