Fræðsluráð fundaði í gær og voru afgreiddar umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla 2020. Fram kom í niðurstöðu ráðsins að alls bárust umsókir fyrir sex verkefni í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla 2020. Um er að ræða metnaðarfull og áhugaverð verkefni, fjögur frá kennurum í GRV og tvö frá leikskólakennurum í samstarfi við Sóla. Fræðsluráð hefur farið yfir og afgreitt umsóknirnar og er heildarupphæð sem veitt verður úr sjóðnum árið 2020 kr. 3.325.000.


Umsóknum verður svarað á allra næstu dögum.