Samræmd dagatöl skóla og frístundavers voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Þar kom fram að skólaskrifstofa leggur til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2024 verði 10. júlí-14. ágúst og að opnað verði klukkan 10 þann 15. ágúst. Þetta er þá aukning um tvo lokunardaga frá síðasta sumri sem telst nauðsynlegt vegna fjölda orlofsdaga og uppsöfnunar vinnutímastyttingar.

Ráðið samþykkti í niðurstöðu sinni tillögu skólaskrifstofu um sumarlokun leikskólanna sumarið 2024 enda verði gæsluvallarúrræði í boði á lokunartímanum líkt og var í sumar, þ.e. fyrir og eftir hádegi.