Í dag kemur út þriðja bókin eftir rithöfundinn Ólaf Jónsson bókin er líkt og fyrri bækur sett saman af nokkrum smásögum. Óli sagði í samtali við Eyjafréttir að bókin væri góð blanda af spennusögum og venjulegum sögum. Óli er spenntur fyrir útkomu bókarinnar en hún hefur verið í vinnslu í nokkur ár en síðasta bók Ólafs kom út árið 2010.

Óli vildi koma því á framfæri að þeir sem vildu eignast eintak gætu haft samband við hann á facebook eða hringt í síma 8335656 og nálgast eintak hjá höfundinum sjálfum.