Vestmanneyska hljómsveitin Muntra var að gefa út sinn fyrsta singul,hið fallega Færeyska lag Fagra blóma í glænýjum búning með íslenskum texta.

Lagið var tekið upp á fögrum sunnudegi 28. jan s.l. í Studió Paradís sem er staðsett í Sandgerði og var upptökustjórn í höndum Ásmundar Jóhannssonar.

Muntra er samansett af sama kjarna og fólkinu sem hefur hvíslað inn jólin í aðventunni í Vestmannaeyjum ár hvert síðan 2016.

Við vildum gera eitthvað meira en bara jólatónleika og var þá tilvalið að koma fram undir öðru nafni.

Muntra mun koma fram á Hljómey 26 apríl n.k.

Tónlist Muntra flokkast sem hugljúf ballöðu tónlist með þjóðlegu ívafi og áhrifum frá Færeyjum í bland við Íslenska værð.

Muntra Skipa:
Elísabet Guðnadóttir
Guðný Emilíana Tórshamar Söngur
Helgi R Tórzhamar Gítar
Hjálmar Carl Guðnason Bassi
Birkir Ingason Trommur
Jóhannes Guðjónsson Hammond og hljómborði.

Slóð á lagið.
https://open.spotify.com/track/1u3cxXykEBVoaDgPqiUkc0?si=QJZQ4GmeRLmJbjoFdOLaPQ