Í byrjun árs kom út lag eftir Eyjapeyjann Sigurjón Vídalín Lýðsson (Lýðs Ægis og Hörpu Sjonna) og er lagið tileinkað Eyjakonunni Birgittu Dögg Bender Þrastardóttir (Þrastar Johnsen), sem er eiginkona Sigurjóns. Lagið var tekið upp hjá Þóri Úlfars, sem sá einnig um forritun, útsetningu, mastering sem og hljóðfæraleik og bakraddir. Þó var enn einn Eyjamaður sem sá um bassaleikin eða Rúnar Ingi Guðjónsson sem er barnabarn Dúdda Múr og Svölu frá Engey.

Þetta er annað lagið sem Sigurjón gefur út, en árið 2019 kom út Þjóðhátíðarlagið Þjóðhátíðarást við texta Lýðs Ægis og Selmu Hrannar dóttir Gylfa Ægis.

Hér er hlekkur á lagið á Spotify: https://open.spotify.com/album/3SThxM4TCoagL9veK5dDbn?si=4kOYd9wISxCyMY-QVHQGyQ

Hlekkur á tónlistarmyndbandið: https://youtu.be/g0dfh4zA3u0?si=X4uiEY0Hx00XmYV-

Myndbandið var unnið af Sigurjóni sem nýtt gervigreindarforritið Kaiber AI en hljómsveitir á borð við Linkin Park hafa nýtt sér þá tækni við gerð myndbanda sinna. Myndbandið styðst við sögu þeirra hjóna sem texti lagsins byggir á.