Vestmannaeyjabær ákvað að bjóða öldruðum einstaklingum á hjúkrunarheimilinu og á sjúkradeildinni upp á gleði og söng í dag. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar kemur fram að bæjarsjóri ávarpaði hópinn áður en séra Viðar Örn flutti hugvekju, söngsveitin Stuðlar fluttu nokkur lög á meðan félagar í skátafélaginu faxa stóð heiðursvörð. Var þetta gert í tilefni að sumardeginum fyrsta. Mæltist þetta vel fyrir hjá heimilismeðlimum á hraunbúðum.