Æfingar hefjast samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 4. maí. ÍBV sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að æfingar hjá iðkendum á grunnskólaaldri verða með eðlilegum hætti en iðkendur er þó hvattir til að hafa hreinlæti í hávegum. Foreldrum er ekki heimilt að koma inn í íþróttahús eða Herjólfshöll til að horfa á æfingar eða sækja iðkendur.

Æfingar hjá eldri iðkendum verða háðar eftirfarandi takmörkunum:
Innanhúss – 3 iðkendur þjálfari á heilum handboltavelli.
Utanhúss – 7 iðkendur þjálfari á hálfum fótboltavelli.
Passa þarf upp á 2ja metra regluna, spritta búnað.
Þá verða búningsklefar lokaðir.