Atvinnuskapandi nemendaverkefni á Suðurlandi er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Verkefninu er ætlað að hvetja til samstarfs milli nemenda og fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga.

Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) sem stýra verkefninu. Nemendur vinna raunhæf verkefni, til dæmis lokaverkefni, með það að markmiði að verkefnið leiði til atvinnu- og eða nýsköpunar á Suðurlandi. Mikilvægi samstarfs milli nemenda og atvinnulífs hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og er verkefnið liður í að hvetja til slíks samstarfs. SASS hvetur fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til að skrá verkefni fyrir nemendur inn á síðuna Atvinnuskapandi nemendaverkefni inn á heimasíðu SASS,  hugmyndir af verkefnum sem geta hentað sem lokaverkefni fyrir nemendur. Ekki er krafist ítarlegrar verklýsingar á þessu stigi, hana má útfæra og vinna betur með nemandanum. Nemendur eru einnig hvattir til að kynna sér verkefnið inn á síðunni og eða hafa samband við ráðgjafa SASS sem sjá um atvinnuskapandi nemendaverkefnin.

Opið er fyrir umsóknir allt árið og matsnefnd á vegum SASS fer yfir umsóknir um verkefni jafnóðum og þær berast. Verkefnið getur verið unnið hvenær sem er ársins og jafnvel hentað sem sumarvinna.
Allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðu SASS undir atvinnuskapandi nemendaverkefni.