Smáey í söluskoðun

Mynd af facebook síðu Skipalyftunnar
Smáey VE skip Bergs-Hugins var tekin upp í slipp í gær en skipið hefur verið sl. tvo mánuði í leigu hjá Samherja. Ástæða þess að Samherji leigði skipið til veiða var seinkun á afhendingu nýs Harðbaks. Smáey hefur verið seld Þorbirni hf. í Grindavík og mun skipið verða afhent nýjum eiganda í byrjun maímánaðar.

Um svokallaða söluskoðun er að ræða að sögn Stefáns Arnar Jónssonar yfirverkstjóra hjá Skipalyftunni. En skipið verður einnig málað í litum nýs eiganda.

Erum bjartsýn
Stefán segir fleiri upptökur framundan seinna í sumar. „Það er annars svo sem allt þokkalegt að frétta miðað við loðnu brest og þessa fjandans Coronu veiru. Við sluppum vel sýkingarlega séð en misstum nokkra í sóttkví. Við erum bjartsýn á að hér fari allt á fullt þegar ástandið í heiminum verður eðlilegt,“ sagði Stefán í samtali við Eyafréttir.

Mest lesið