Ágreiningur um vinnu við umhverfisstefnu

Á fundi umhverfis- og skipulagsráð í gær var lögð fram skýrsla vinnuhóps um umhverfisstefnu Vestmannaeyjabæjar. Í niðurstöðu ráðsins, sem samþykkt var með 3 atkvæðum fulltrúa E- og H-lista, kemur fram að meirihluti hópsins leggur til að samið verði við Eflu á grundvelli verkefnatillögu þeirra. Enda samræmist hún þeim metnaðarfullu áherslum og væntingum sem Vestmannaeyjabær hefur til vinnu á Umhverfis- og auðlindastefnu. Mikilvægt er að Umhverfis- og auðlindastefna fyrir Vestmannaeyjabæ sé unnin af sérfræðingum eins og umhverfisfræðingum, sem hafa sérþekkingu á málaflokknum. Ráðið felur starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt vinnuhópi sem skipaður var, að koma að vinnu við Umhverfis- og auðlindastefnu með Eflu.

Hægt að vinna þetta mál með minni tilkostnaði og ögn meiri trú á það fagfólk sem starfar innan málaflokksins
Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni og vísuðu í sérálit fulltrúa D-lista í tillögu vinnuhópsins. Þar kemur fram óánægja með hlutverk og vinnubrögð starfshópsins. Í niðurlagi sérálits segir fulltrúi D-lista. „Mér þykir ekki réttlætanlegt að eyða þessum fjármunum sem meirihluti nefndarinnar leggur til í gerð þessarar stefnu og get fyrir mitt leyti ekki tekið þátt í að samþykkja slíka ráðstöfun fjármagns. Það þýðir hvorki að ég sé umhverfissóði eða að mér sé ekki annt um umhverfið, heldur einungis það að ég telji að það sé hægt að vinna þetta mál með minni tilkostnaði og ögn meiri trú á það fagfólk sem starfar innan málaflokksins.“

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér Umhverfisstefna-skýrsla-vinnuhópur.pdf

Jólablað Fylkis

Mest lesið