Verkfall í næstu viku

Herjólfur sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem því er beint til farþega sem þurfa að ferðast til eða frá Vestmannaeyjum að gera ráðstafanir með ferðalög vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi n.k þriðjudag og miðvikudag (14-15. júlí). Fulltrúi félagsmanna í SÍ hafnaði boði stjórnar Herjólfs ohf. Frekari fundir hafa ekki verið boðaðir og því liggur fyrir að boðað verkfall í næstu viku stendur eins og SÍ hefur boðað. Ef aðstæður breytast verður gefin út tilkynning.

Mest lesið