Stór hópur sjálfboðaliða stendur alla jafna í ströngu mest allan júlí mánuð að undirbúa Herjólfsdal fyrir þjóðhátíð. Það hefur því verið óvenjulega rólegur júlí hjá þessu fólki þetta árið. Hópur sjálfboðaliða kom þó saman í Herjólfsdal í gær til þess að mála brúna og setja upp nýtt ártal á sviðið. “Þetta er nú meira sálrænt fyrir okkur og afsökun til að hittast en nauðsyn þess að lappa upp á brúna,” hafði einn á orði. En þokkaleg stemmning var í hópnum og viðurkenndu nærstaddir það fúslega að tilfinningin væri sérkennileg fyrir komandi dögum.