Að gefnu tilefni er rétt að koma því á framfæri að tjöldun Þjóðhátíðar eða samkomutjalda er óheimil í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgi. Í Herjólfsdal er rekið tjaldsvæði og gilda á svæðinu þær reglur um næði og frið gesta sem almennt eru í heiðri hafðar á tjaldsvæðum.

F.h. Friðarbóls ehf. rekstraraðila tjaldsvæða.
Páll Scheving