Svanur Páll Vilhjálmsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV.

Svanur Páll er Eyjapeyi og leikur sem hægri hornamaður. Hann lék frá haustinu 2016 með Fram og Víkingi en kom síðan til ÍBV á láni um síðustu áramót og kláraði tímabilið í Eyjum. Nú hefur verið gengið frá endanlegum félagaskiptum hans aftur til ÍBV.

“Við bjóðum Svan Pál velkominn heim aftur og hlökkum til samstarfsins í vetur!” segir í tilkynningu frá ÍBV.