Landgangurinn við Herjólf í Vestmannaeyjum hefur ekki verið í notkun um nokkurt skeið og hafa farþegar þurft að ganga um borð á ekjubrú skipsins. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs OHF í samtali við Eyjafréttir að þetta stæði allt til bóta. “Nú hefur landgöngubrúin verið sett upp en það á eftir að ganga betur frá henni m.a. á eftir að setja segl við innganga og samskeyti og eins á eftir að setja akstursvörn fyrir framan hana. Við væntum þess að verkinu ljúki fljótlega.”