Tekið var fyrir frestað mál frá fundi nr. 330 á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni þar sem lagður var fram undirskriftarlisti íbúa við Heimagötu þar sem óskað er eftir að Heimagata verði gerð að einstefnugötu. En fyrir lá tillaga umferðarhóps dagsett 24.8.2020.
Ráðið getur að svo stöddu ekki orðið við beiðni um að gera Heimagötu að einstefnu. Til að bregðast við ábendingu um umferðarhraða samþykkir ráðið tillögu umferðarhóps um að hámarkshraði á Heimagötu, Sólhlíð, Fífilgötu, Austurvegi og Vestmannabraut að Kirkjuvegi verði lækkaður úr 50 km/klst í 30 km/klst og að settar verði tímabundnar þrengingar á Heimagötu.

Heimagata-bréf.pdf
200824-umferðarhópur.pdf