Lokað við Landvegamót vegna malbikunar

Þjóðvegur 1 verður lokaður til vesturs í dag við Landvegamót vegna malbikunarframkvæmda. Malbika á um 1.100 metra langan kafla til vesturs frá Landvegamótum og verður umferð til vesturs beint um Landveg og Sumarliðabæjaveg. Umferð til austurs ekur meðfram vinnusvæðinu þar sem hámarkshraði verður lækkaður niður í 30 km/klst.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 8 og fram að miðnætti. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Mest lesið