Handboltalið ÍBV standa í ströngu í dag og fóru bæði til lands með 9:30 ferð Herjólfs í morgun. Önnur umferð í Olís deild karla klárast í dag með leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum en flautað verður til leiks klukkan 17:30 og er leikurinn sýndur á stöð 2 sport. Stelpurnar heimsækja lið HK í Kórinn í Kópavogi og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Að beiðni Almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn HSÍ tekið þá ákvörðun að leikir helgarinnar fari fram án áhorfenda. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi í samráði við yfirvöld. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem HSÍ sendi frá sér rétt í þessu.