Allt útlit er fyrir hæglætis veður næstu daga samkvæmt heimasíðu Veðurstofu Íslands. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað í dag, en suðaustan 5-13 m/s og stöku skúrir suðvestantil fram eftir degi. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn. Breytileg átt 3-10 og úrkomulítið í fyrramálið, en rigning austast, og dálitlar skúrir við vesturströndina. Bætir í úrkomu og fer að rigna á austurhelmingi landsins annað kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Bjart með köflum, en dálitlar skúrir við V-ströndina, og fer að rigna um landið A-vert. Hiti 1 til 8 stig.

Á laugardag:
Breytileg átt 3-10 og dálitlar skúrir, en léttir til N-lands eftir hádegi. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, hlýjast NA-til.

Á sunnudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt. Skúrir SV-lands, og dálítil rigning A-til, annars bjart að mestu. Hiti 3 til 8 stig.