Festar á bátnum Blikia slitnuðu frá bryggju í Klettsvík í morgunn með þeim afleiðingum að báturinn hekk á einum streng. Báturinn hefur verið staðsettur úti í víkinni og nýttur sem aðstaða fyrir starfsfólk Sea life trust. Tveir starfsmenn voru úti í kvínni þegar atvikið átti sér stað en voru ekki um borð. Það voru starfsmenn köfunarþjónustunnar GELP sem brugðust hratt við og fóru út og sóttu bátinn og komu honum að bryggju í Vestmannaeyjum en báturinn er í eigu GELP. Að þeirra sögn varð ekkert tjón á bátnum við fyrstu sýn og engin teljandi hætta á fólki skapaðist af atvikinu.