Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber bæjarráði eða bæjarstjóra að leggja fram tillögu um fjárhagsáætlun næsta árs eigi síðar en 1. nóvember. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum í gær. Bæjarstjórn ber að fjalla um fjárhagsáætlunina á tveimur fundum sem fram skulu fara með minnst tveggja vikna millibili og að lokinni umræðu skal afgreiða fjárhagsáætlunina eigi síðar en 15. desember.

Ljóst er að þær efnahagslegu aðstæður sem skapast hafa vegna Covid-19 fela í sér miklar áskoranir við undirbúning og framsetningu fjárhagsáætlana sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Þá munu ýmsar forsendur sem liggja að baki fjárhagsáætlunargerðar fyrir næsta ár koma fram seinna en áður, svo sem Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Að mati sveitarstjórnarráðuneytisins eru því veigamikil rök fyrir að veita öllum sveitarfélögum frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana, óski þau eftir því. Ráðuneytið hefur af þessu tilefni ákveðið að veita eftirfarandi fresti:
a) Bæjarráð getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.
b) Að lokinni afgreiðlsu bæjarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.

Framangreindir frestir taka ekki til þeirra lögákveðnu dagsetningar sem varða ákvörðun sveitarfélaga um álagningu útsvars, sbr, lög um tekjustofna. Skal slíkt gert eigi síðar en 1. desember og tilkynninning þess efnis send til fjármálaráðuneytisins eigi síðar en 15. desember.

Lagt er til að Vestmannaeyjabær sæki um fyrrgreinda fresti í ljósi þess sem að ofan greinir. Ekki liggja fyrir allar forsendur til þess að ljúka við gerð fjárhagsáætlunar 2021, svo sem Þjóðhagsspá og framlög úr Jófnunarsjóðnum, en mikilvægt er að þær liggi fyrir áður en afgreiðsla fjárhagsáætlunarinnar fer fram. Bæjarráð samþykkti að sækja um fresti við framlagningu og afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 sbr. innbókunina.

Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021.pdf