Gul veður viðvörun

Spáð er vaxandi suðvestanátt í dag, með rigningu S- og V-lands en bjart með köflum á NA- og A-landi. Suðvestan 18-25 m/s síðdegis og úrkomuminna, hiti víða 7 til 13 stig. Dregur úr vindi seint í kvöld og kólnar.
Suðvestan 10-18 og él á morgun, en léttskýjað NA- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 05.11.2020 04:13. Gildir til: 06.11.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigning eða slydda, en þurrt NA- og A-lands. Hiti 1 til 7 stig.

Á sunnudag:
Suðlæg átt, 8-13 og lítilsháttar væta á S- og V-landi, annars hægari og bjart að mestu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark NA-til á landinu.

Á mánudag:
Suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið N-lands. Fremur milt í veðri.

Á þriðjudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 0 til 6 stig.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu eða slyddu.
Spá gerð: 05.11.2020 08:08. Gildir til: 12.11.2020 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings
Alldjúp lægð fer norðaustur fyrir vestan land í dag. Henni fylgir vaxandi suðvestanátt, víða hvassviðri eða stormur eftir hádegi og sums staðar rok. Rigning sunnan- og vestantil og hlýtt í veðri, en dregur aðeins úr vindi og kólnar seint í kvöld.

Á morgun minnir veturinn á sig, það er spáð suðvestan 10-18 m/s með éljum sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag er útlit fyrir sunnan kalda eða stinningskalda með rigningu eða slyddu, en skýjuðu og þurru veðri á norðaustanverðu landinu.

vedur.is

Jólablað Fylkis

Mest lesið