Í átjánda þætti er rætt við Gísla Helgason um líf hans og störf. Gísli ræðir við okkur um hvernig það var að alast upp í Eyjum og Reykjavík, fjölskylduna, eyjapistil, tónlist, hljóðbókasafnið og ýmislegt fleira.
Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lestur á grein úr Sögu Vestmannaeyja sem Sigfús M Johnsen skrifaði 1946. Greinin sem lesin verður ber nafnið Matföng og matarhæfi. Þar er farið yfir hvaða matur var á borðum í Vestmannaeyjum fyrr á öldum.
Þetta sögubrot er í boði Bókasafn Vestmannaeyja.
Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. Hér má hlusta á fyrri hlaðvörp Mannlífs og sögu.
Þátturinn á Spotify. (Í einhverjum vöfrum kemur ekki allur þátturinn í spilaranum hér að neðan). Því má nálgast þáttinn í hlekknum hér að framan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst