Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið stóra hópa vegna verkefna næsta sumar, um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landsliðs kvenna.

Á næstu dögum munu þjálfarar liðanna funda með leikmönnum og fara yfir verkefni sumarsins ásamt undirbúningi. Allir fundirnir fara fram á Microsoft Teams og verða þeir auglýstir á Facebook síðum landsliðanna. Ekki er um að ræða æfingar að þessu sinni, stórir hópar leikmanna eru valdir fyrir fundina til að sem flestir fái kynningu á því sem framundan er. Þó leikmenn séu ekki á þessum lista koma þeir þó ennþá til greina í verkefni sumarsins.

ÍBV á 19 fulltrúa í þessum 5 liðum og óskum við þeim til hamingju.

Eftirtaldir leikmenn voru valdir:

U-21 karla
Ívar Logi Styrmisson

U-19 kvenna
Aníta Björk Valgeirsdóttir
Bríet Ómarsdóttir
Harpa Valey Gylfadóttir
Helga Stella Jónsdóttir

U-19 karla
Arnór Viðarsson
Gauti Gunnarsson

U-17 kvenna
Amelía Einarsdóttir
Elísa Elíasdóttir
Helena Jónsdóttir
Sara Dröfn Ríkharðsdóttir
Sunna Daðadóttir
Þóra Björg Stefánsdóttir

U-17 karla
Andrés Marel Sigurðsson
Elmar Erlingsson
Hinrik Hugi Heiðarsson
Ívar Bessi Viðarsson
Kristján Kjartansson
Nökkvi Guðmundsson