Það hefur ekki farið fram hjá neinum að aurskriður féllu á Seyðisfirði í síðasta mánuði. Skriðurnar féllu á byggð í bænum og ollu miklu tjóni og hafa skapað óvissu um framtíðarbúsetu á svæðum í bænum. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýstu yfir hættustigi á Seyðisfirði sem er enn í gildi en hreinsunarstarf er í gangi á svæðinu og mikið verk óunnið. Einn af þeim sem lifir í óvissu um framtíðarbúsetu þar eystra er Eyjamaðurinn Sveinn Ágúst Þórsson sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í flýti ásamt eiginkonu sinni Oddnýju Björk Daníelsdóttur og fimm ára gamalli

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In