Smiðjudagar á unglingastigi Grunnskóla Vestmannaeyja verða dagana 16. – 18. mars (þriðjudag-fimmtudag), frá þessu er greint á heimasíðu GRV. Nemendur hafa valið sér smiðjur eftir áhugasviði, sumir eru í sömu smiðjunni alla þrjá dagana, aðrir völdu sér þrjár mismunandi smiðjur. Smiðjurnar eru margar og mismunandi til dæmis: Árshátíðarsmiðja, útvarps- og fjölmiðlasmiðja, stuttmyndasmiðja, tónlistarsmiðja, bakstur og kökuskreytingar, golfsmiðja, skartgripasmiðja, rólegheitarsmiðja, brjóstsykurssmiðja, pastelnámskeið og rafíþróttasmiðja svo eitthvað sé nefnt.

Árshátíð unglingastigsins verður fimmtudaginn 18. mars í Höllinni. Árshátíðarsmiðjan sér um dagskrána, Einsi Kaldi sér um matinn og Páll Óskar mætir á svæðið og verður með ball.