Umsóknir fyrir þrettán verkefni bárust í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla en umsóknarfrestur var til 28. febrúar sl. Frá þessu var greint á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Fræðsluráð hefur farið yfir og afgreitt umsóknirnar og fá átta verkefni styrk úr sjóðum í ár. Heildarupphæð sem veitt verður úr sjóðnum er kr. 3.043.600
Umsóknum verður svarað áður en kemur að afhendingu styrkjanna en þeir verða afhentir við sérstaka athöfn sem á eftir að dagsetja.