Hákon Daði til Vfl Gummersbach

Hákon Daði Styrmisson í leik gegn FH.

Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, hefur skrifað undir samning við þýska handknattleiksliðið Vfl Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar þar hittir hann einnig fyrir Elliða Snæ Viðarsson. Gummersbach greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í morgun.

Wir freuen uns sehr euch mit Hákon Daði Styrmisson unseren nächsten Neuzugang für die Saison 2021/22 vorstellen zu…

Posted by VfL Gummersbach on Þriðjudagur, 4. maí 2021

Hákon Daði er 23 ára gamall vinstri hornamaður. Hann á að baki farsælan feril á Íslandi bæði með ÍBV og Haukum og er sem stendur markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar. Hákon Daði hefur leikið sex A-landsleiki og skorað í þeim 23 mörk.

Mest lesið