„Margar mjög góðar umsóknir hafa borist,“ segir Hörður Baldvinsson Framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar blaðamaður spurði um stöðu umsókna sem auglýstar voru nýlega  hjá Þekkingarsetrinu. Tíu umsóknir bárust um starf þjónustustjóra – bókara. „Það var sérstaklega ánægulegt að sjá hversu mikið er af mjög hæfileikaríku fólki hefur áhuga að vinna hjá okkur, en ætlunin er að taka viðtöl í byrjun næstu viku. Varðandi hitt starfið sem við höfum verið að auglýsa, þá er síðasti séns að skila inn umsókn á miðnætti þann 30. maí n.k. Ég hef fulla trú að við fáum góðar umsóknir enda er hér um sérlega áhugavert starf að ræða sem snýr að því að stuðla að samstarfi fyrirtækja, einstaklinga, félagasamtaka, stofnana og sveitarfélaga á Suðurlandi. Ég vil bara hvetja jafnt konur sem karla að kynna sér þetta frábæra starf sem við erum að auglýsa því hér er um að ræða frábært tækifæri fyrir réttan einstakling.“

Upplýsingar um starfið má nálgast hér

SKL jól