Skipalyftukanturinn svo kallaði og framkvæmdir honum tengdar voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Ekkert tilboð barst innan upphaflegs tilboðsfrests og var tilboðsfrestur framlengdur. Þann 8. júní sl opnaði Vegagerðin tilboð í endurnýjun á þekju Skipalyftukants en ekkert tilboð barst innan upphaflegs tilboðsfrests og var tilboðsfrestur framlengdur.
Eitt tilboð barst frá Stálborg ehf kr. 65.982.600
Kostnaðaráætlun hönnuðar kr. 49.909.600

Niðurstaða ráðsins var að hafna tilboði Stálborgar ehf. og fela starfsmönnum framgang málsins.