Hæ ég heiti Halldór Björn og er 10 ára. Ég er með genagalla sem veldur því að ég hef minni orku í fótunum en jafnaldrar mínir og nota því rafmagnshjólastól til að fara á milli staða. Eins og þið flest vitið eru nýlega komin Hopp-hjól til Eyja. Flestir eru mjög glaðir, en ekki ég og ég veit að aðrir fatlaðir vita um hvað ég er að tala. Þegar ég fékk rafmagnshjólastólinn minn komst ég þangað sem mig langaði en síðan Hopp-hjólin komu eru þessi hjól oft hindrun. Margir sem nota þessi hjól henda þeim bara frá sér eða skilja þau eftir á miðri gangstétt. Svo geriði það hugsiði um aðra.

Hlaupahjólin sem skerða aðgengi

Hlaupahjólin sem skerða aðgengi
Hlaupahjólin sem skerða aðgengi

Takk fyrir. Halldór Björn Sæþórsson, 10 ára.